Saturday, February 19, 2011

Fyrsta vikan

Jaeja, thá er fyrsta vikan búin af skiptinemadvölinni. Thad fyrsta sem vid gerdum eftir ad vid lentum var ad safnast saman á hóteli thar sem skiptinemar m.a. frá Japan, Nýja Sjálandi, Bandaríkjunum og Ástralíu bidu. Daginn eftir fór ég ásamt nokkrum Austurríkjamönnum og Könum til Alajuela til ad hitta fjölskylduna. Á leidinni gláptum vid út um gluggann og allt landid er eins og eitthvad út úr tónlistarmyndbandi hjá Buena Vista Social Club. Allt mjög óskipulagt en flott og fallegt. Einnig tonn af pálmatrjám og ödrum slíkum furdulegheitum. Eftir ad hafa naestum drepist úr spenningi hitti ég loksins fjölskylduna. Thetta var allt frekar feimnislegt í byrjun og smá samskiptaördugleikar áttu sér stad en thad leid fljótt. Thau eru alveg einstaklega vinaleg og hafa tekid mjög vel á móti mér. Maturinn er undarlegur (steiktir bananar og svartar baunir í hvert mál) en fjölbreyttur og yfirleitt mjög gódur. Fékk líka ad prófa taco ad mid-amerískum haetti (allt lödrandi í margs konar sósum og allt djúpsteikt á einn hátt eda annan med tonn af frönskum) sem var ólíkt thví sem madur er vanur. Ef Hákon vaeri hérna vaeri thetta thad eina sem hann myndi borda, alla daga. Öll fjölskyldan, thar med talinn ömmur og afar, fraenkur og fraendur, búa vid hlidina á hvort ödru. Dálítid spes en kósí og er búinn ad hitta alla fjölskylduna. Skilningur á thví sem er sagt gekk brösulega í fyrstu en ég er farinn ad skilja meira og meira. Thad er alltaf pínu erfitt ad skilja unglingana vegna thess hve hratt their tala. Ég kann víst ágaetlega mikid í spaensku ad mati flestra (takk Idunn) en ég á enn thá langt eftir. Fyrsti skóladagurinn varr einnig mjög sérstakur og adstödurnar í skólastofunum er allt ödruvísi frá thví á Íslandi. Thad hefur einning reynst erfitt ad kenna fólki ad segja nafnid mitt rétt og naesta manneskja sem getur borid thad fram rétt er sirka 500 km í burtu. Flestir hafa ákvedid ad kalla mig Egíl eda Ian. Allt í allt hefur thetta gengid ljómandi vel hingad til en ég tharf ad fara ad slútta thessu í bili.

No comments:

Post a Comment