Adeins meira um skólann núna. Eiginlega allt er frekar low-tech midad vid thad sem madur er vanur í skólanum á Íslandi. Thad eru sirka 3 stofur sem hafa myndvarpa, nokkrar nota enn krítartöflu og faestar hafa tölvu. Skólastofurnar eru í minni kantinum og áhöldin öll frekar gömul og rispud. Thrátt fyrir allt slíkt er thetta alveg ágaetlega gaman og gott. Flesta dagana er madur frá 7:00 til 16:10 og thótt thad hljómi alveg óbaerilegt er thad ekki svo. Madur faer líka ágaetlega langt hádegishlé. Fyrstu dagarnir voru pínu erfidir, ad vakna á réttum tíma o.s.frv., en thetta venst fljótt. Svo eru ekki thessar pirrandi daegursveiflur ad trufla mann neitt. Eiginlega allir í skólanum eru frá naerliggjandi hverfum og ég hef adeins séd 3 útlendinga (7 ef ég tel med thá sem eru í sama skiptinemahópi og ég) í öllum skólanum. Já, ég taldi. Thetta á ad vera tvítyngdur skóli en flestir eiga erfitt med ad tala enskuna. Sumir geta bögglad eitthvad út úr sér en málfraedin er í verri kantinum. Thad er svona frekar svalt á morgnanna en um hádegid er steikjandi hiti (sumar hérna). Thad er skylda ad vera í skólabúningi sem samanstendur af graenni, stutterma skyrtu med skólalógóinu, dökkbláum buxum og svörtum skóm. Thetta er frekar spes en eins og allt annad venst thad. Set kannski upp nokkrar myndir seinna thegar ég hef tíma til ad átta mig á thví hvernig ég geri thad.
Svo hafa moskítóflugurnar verid ágaetlega duglegar ad naga mann thegar madur er sofandi. Thaer kallast víst zancudos hérna og ég er búinn ad ákveda thad ad ég aetla einhverntímann ad semja lag med thví nafni. Thetta ord hljómar adeins of bad-ass. Ég get talid 29 bit eins og er og ég er líklega med nokkur önnur sem ég sé ekki. Manni klaejar adeins en ekki jafn mikid og af mýflugnabitum undarlegt nokk. Svo hefur madur fundid margt fleira skemmtilegt í herbeginu sínu eins og langa, fjólubláa thúsundfaetlu, helvíti flotta gula könguló og nokkra maura. Svo lengi sem ég rekst ekki á jagúar eda krókódíl er ég samt sáttur.
Einnig átti fyrsta fjölskyldudramaid sér stad fyrir 2 dögum thegar einhver fraendinn laug upp á systkinunum mínum ad thau hefdu verid ad drekka á einhverju aettarmótinu. Thau hardneitudu ad hafa gert svo og enginn vissi hver átti ad trúa hverjum thannig ad thetta vard alveg heilmikid mál. Ad lokum leystist thetta og kom í ljós ad thetta hefdi verid einhver misskilningur. Talandi um drama, madur hefur thá stereótýpu af spaenskumaelandi fólki ad thad horfi mikid á lélegar sápuóperur lidlangann daginn. Ég hef komist ad theirri stadreynd ad sú stadalímynd er sönn. Fólk dáist ad óendanlega lélegum tháttum (kallast víst novelas hérna) sem eru sýndir vikulega. Allt er leikid á lélegum settum sem eiga ad líkjast Afganistan, Colorado eda Spáni, flestir leikararni vaeru ekki einu sinni haefir til ad vera í götuleikhúsi, tónlistin er allt of dramatísk og plottin eru undarlega léleg. Flestir horfa á thetta alvarlegum augum en skiptinemarnir thurfa ad hafa sig allan vid til ad springa ekki úr hlátri.
Hugsa ad ég fari ad kalla thetta gott í bili en reyni ad skrifa eitthvad á naestunni. Thetta er eitthvad sem enginn aetti segja en ég er farinn ad sakna thess ad hafa ekki ae, thorn og ed takka á lyklabordinu.
:**( engar fleiri taco fréttir???
ReplyDeletemátt senda mér eina svona btw
Senda? Ég tharf ad fara ad elda svona thegar ég kem heim.
ReplyDeletesatt,satt
ReplyDelete