Jaeja, thá er madur búinn ad upplifa fyrsta Costa Ricanska afmaelid hérna. Thad er erfitt ad lýsa thví ödruvísi en gjörsamlega snargedveikt. En á mjög áhugaverdan og skemmtilegann hátt. Thetta byrjar á thví ad öll fjölskyldan (ath. ad ordid fjölskylda hér merkir foreldrar, systkini, fraendur, fraenkur, ömmur og afar, fraendur og fraenkur fraendanna og fraenknanna og hugsanlega gaurinn sem thú hittir í straetónum um daginn) kemur sér á stadinn og allir fá sér ad éta. Eftir thad er farid í nokkra leiki og dansad eins og enginn sé morgundagurinn (baedi fullordnir og krakkar). Sídan er kakan borin fram og ef afmaelisbarnid er heppid faer thad hrátt eg í hausinn eftir ad búid er ad syngja afmaelissönginn (undarleg hefd sem hefur vidhaldist). Svo kemur virkilega undarlegi parturinn, sem gerist víst í ÖLLUM afmaelum. Hver og einn gestur faer einn disk af undarlega litudu gumsi sem kallast "lustre" hérna. Thetta er víst eins og óbakadur marens (theytt egg og sykur) med matarlit. Sídan hlaupa allir um og reyna ad klína sem mestu af thessu stöffi í andlitid á hvoru ödru thannig ad allir verda mjög litríkir. Mjög spes en ólýsanlega skemmtilegt.
Sídan er madur líka búinn ad fá ad skoda kaffiekru og sjá hvernig plönturnar líta út. Thetta vex víst um allt hérna og líkist litlum trjám frekar en runnum.
Í dag fór madur líka med í mánadarlegu innkauparferdina hjá familíunni. Thau kaupa eiginlega allt sem tharf á mánadarfresti (braud, ávexti, hreinlaetisvörur, you name it) sem tekur upp sirka tvaer stórar innkaupakörfur. Allt saman kostar thetta sirka 170.000 colones (Costa Ricanski gjaldeyririnn) sem er sirka 40.000 kall. Til samanburdar má geta thess ad straetóferd hérna kostar sirka 200 colones thannig ad thetta er frekar dýrt hérna.
Kalla thetta gott í bili.
Og ertu farinn að drekka kaffi?
ReplyDelete